Kúrdísk stjórnvöld bönnuðu mér að sinna verkefni mínu þar í landi, eftir að það hafði verið starfrækt í eitt ár og 652 konur sótt námskeið á þeim tíma,“ segir Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir, sem hélt úti sjálfboðaliðastarfi í…
Námfúsar Flóttakonurnar eru mjög spenntar að læra, hér smakka þær jurtaseyði sem Anna Rósa bjó til.
Námfúsar Flóttakonurnar eru mjög spenntar að læra, hér smakka þær jurtaseyði sem Anna Rósa bjó til.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Kúrdísk stjórnvöld bönnuðu mér að sinna verkefni mínu þar í landi, eftir að það hafði verið starfrækt í eitt ár og 652 konur sótt námskeið á þeim tíma,“ segir Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir, sem hélt úti sjálfboðaliðastarfi í flóttamannabúðum í Kúrdistan þar sem hún kenndi konum að vinna vörur úr lækningajurtum, smyrsl og olíur.

„Yfirvöld bönnuðu þetta á þeim forsendum að það væri of hættulegt að kenna ómenntuðum flóttakonum að búa til smyrsl úr kamillu. Þetta er hið súrrealíska feðraveldi í öðru veldi, óttinn er svo mikill við að konur eflist,“ segir Anna Rósa sem heldur ótrauð áfram og er nú komin í samstarf við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í Úganda.

„Þetta

...