Bragi Þór Thoroddsen
Bragi Þór Thoroddsen

„Þetta er ein besta frétt sem maður hefur fengið lengi,“ segir Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri í Súðavík eftir að innviðaráðuneytið tilkynnti að gert væri ráð fyrir fjárframlagi á fjárlögum til að undirbúa jarðgöng milli Súðavíkur og Ísafjarðar.

Slík göng hafa lengi verið í umræðunni og hafa gjarnan verið kölluð Súðavíkurgöng. Vegurinn um Súðavíkurhlíðina getur verið hættulegur vegna snjóflóða eða grjótskriða eins og dæmin sanna og lokast af og til á veturna.

„Hreint út sagt þá fagna ég þessu gríðarlega. Þetta er ekki nýr slagur en ég hef verið hóflega bjartsýnn á að göngin verði að veruleika. Þetta eru væntanlega þau jarðgöng sem ekki hafa orðið að veruleika sem oftast hefur verið ályktað um á þingi.“

Alþingi samþykkti í vikunni fjárlög fyrir árið 2025. Gert

...