Hrafnhildur Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2024 og er nýkomin heim frá Manila á Filippseyjum þar sem keppnin var haldin 9. nóvember. Þar var hún jafnframt valin Ungfrú jarðloft (e
Jarðloft Hrafnhildur hlaut titilinn Ungfrú jarðloft í fegurðarsamkeppninni.
Jarðloft Hrafnhildur hlaut titilinn Ungfrú jarðloft í fegurðarsamkeppninni. — Ljósmynd/Miss Earth

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Hrafnhildur Haraldsdóttir hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2024 og er nýkomin heim frá Manila á Filippseyjum þar sem keppnin var haldin 9. nóvember. Þar var hún jafnframt valin Ungfrú jarðloft (e. Miss Earth – Air). Hún var enn að melta þennan stóra áfanga þegar hún ræddi við þau Evu Ruzu og Hjálmar í helgarþættinum Bráðavaktinni um liðna helgi.

„Ég er alveg jafn sjokkeruð og þið! Ég bjóst ekki við neinu,“ sagði Hrafnhildur í þættinum, en hún var einnig sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022.

Miss Earth er fjórða stærsta fegurðarsamkeppni heims en Hrafnhildur segir að um 80 ungar konur hafi tekið þátt í keppninni í ár.

Í spreng á

...