Úkraínska utanríkisráðuneytið skoraði í gær á bandamenn sína að ýta ekki undir spennu í landinu að óþörfu. Tilkynning ráðuneytisins kom eftir að nokkur sendiráð vestrænna ríkja tilkynntu að þau myndu hafa lokað hjá sér um daginn vegna hættu á stórfelldri loftárás á Kænugarð
Varsjá Mótmælendur komu saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld og mótmæltu allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu, en þúsund dagar voru þá liðnir frá því að innrásin hófst. Kröfðust þeir m.a. fleiri vopna handa Úkraínu.
Varsjá Mótmælendur komu saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í fyrrakvöld og mótmæltu allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu, en þúsund dagar voru þá liðnir frá því að innrásin hófst. Kröfðust þeir m.a. fleiri vopna handa Úkraínu. — AFP/Wojtek Radwanski

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Úkraínska utanríkisráðuneytið skoraði í gær á bandamenn sína að ýta ekki undir spennu í landinu að óþörfu. Tilkynning ráðuneytisins kom eftir að nokkur sendiráð vestrænna ríkja tilkynntu að þau myndu hafa lokað hjá sér um daginn vegna hættu á stórfelldri loftárás á Kænugarð.

Bandaríska sendiráðið tilkynnti fyrst að það myndi loka dyrum sínum og vísaði til þess að Bandaríkjamenn hefðu fengið sérstaka ábendingu um að möguleiki væri á að Rússar myndu gera risavaxna loftárás á höfuðborgina. Spænska, ítalska og gríska sendiráðið fylgdu svo í kjölfarið, en spænska sendiráðið var opnað á ný um eftirmiðdaginn.

Loftvarnaflautur í Kænugarði ýlfruðu um eittleytið að íslenskum tíma, en hættuástandinu var aflýst um stundarfjórðungi síðar án þess að árás

...