Með því að koma jafnvægi á húsnæðismarkað má ná tökum á verðbólgu og hafa jákvæð áhrif á heimilisbókhald allra landsmanna.
Hildur Björnsdóttir
Hildur Björnsdóttir

Hildur Björnsdóttir

Andvaraleysi í húsnæðismálum hefur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þróun efnahagslífsins. Yfir lengra tímabil hefur efnahagsstjórn landsins að miklu leyti snúið að baráttu við verðbólgu – en frá árinu 2014 hefur húsnæðisliðurinn, sem að mestu ræðst af fasteignaverði, verið helsti drifkraftur verðbólgu.

Sveitarfélög bera ábyrgð

Ríkjandi skortstefna í lóðamálum borgarinnar hefur leitt af sér viðvarandi framboðsskort á húsnæðismarkaði og gríðarlegar hækkanir fasteignaverðs. Á yfirstandandi kjörtímabil hefur heildarmat fasteigna hækkað milli áranna 2022 og 2025 um tæp 48%.

Uppsöfnuð húsnæðisþörf er nú talin samsvara 17 þúsund íbúðum og þörfin til framtíðar nema minnst 4.000 íbúðum árlega til ársins 2050.

...