Júlíana Guðrún Gottskálksdóttir fæddist í Reykjavík 26. júlí 1947. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 9. nóvember 2024.
Foreldrar hennar voru Gottskálk Þ. Gíslason húsgagnasmíðameistari, f. 25. desember 1912, d. 12. febrúar 1991 og Þórheiður Sigþórsdóttir húsmóðir, f. 26. júní 1915, d. 12. janúar 2005.
Systir Júlíönu var Bergþóra, uppeldisfræðingur, f. 28.2. 1945, d. 20. febrúar 2023. Bróðir sammæðra var Birgir Karlsson, lektor í rússnesku við Árósaháskóla, f. 28. apríl 1937, d. 16. júlí 1995. Hann var kvæntur Larissu Eskinu Karlsson, f. 1938. Börn þeirra eru Erik Ivan Karlsson, f. 1967 og Katja Karlsson, f. 1968, sem er látin.
Júlíana lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967. Hún stundaði nám í listfræði, bókmenntum, leikhús- og kvikmyndafræðum við Háskólann í Lundi í Svíþjóð
...