Horninu barst kveðja frá Árna Bergmann, þar sem hann segir að fyrir réttum tíu árum hafi dottið ofan í sig vísa í anda „höfuðskálds eignarfallsins“, Einars Benediktssonar. Vísan er svona: Margt sem við þyljum er síðasta sort á sorgardögum níðsins og flímsins

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Horninu barst kveðja frá Árna Bergmann, þar sem hann segir að fyrir réttum tíu árum hafi dottið ofan í sig vísa í anda „höfuðskálds eignarfallsins“, Einars Benediktssonar. Vísan er svona:

Margt sem við þyljum er síðasta sort

á sorgardögum níðsins og flímsins.

Þjóðarþel spillist þá illa er ort.

Aðgát skal höfð í nærveru rímsins.

Ekki varð af því að Bjarki Karlsson sendi frá sér rímurnar um Láka jarðálf fyrir jólin, sem þegar eru rómaðar meðal ljóðavina, en hann segir þó ekki loku fyrir það skotið að þær komi út einhvern tímann fyrir enda veraldar. Spurður af hverju þær hafi ekki komið út svarar hann einfaldlega: „Nei sko,

...