Viðtal
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Þingmenn hafa fáa jákvæða hvata til þess að taka þátt í alþjóðastarfi Alþingis jafnvel þótt alþjóðastarfið feli í sér sum af þeim verkefnum sem skipta framtíð landsins hvað mestu máli. Þá er enn sterk sú ímynd að alþjóðastarfið feli í sér einhvers konar hlunnindi fyrir viðkomandi þingmenn og að utanlandsferðir vegna þess séu frekar skemmtiferðir en vinnuferðir.
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í frumniðurstöðum doktorsrannsóknar sem stjórnmálafræðingurinn Vilborg Ása Guðjónsdóttir er nú að vinna. Vilborg, sem starfaði m.a. við alþjóðastarf Alþingis á árunum 2012-2018, mun þar bera saman viðhorf þingmanna á Íslandi, Noregi og á Spáni til alþjóðastarfsins og hvernig þingmenn nýta sér það til að hafa áhrif á stefnumótun heima fyrir.
...