Sýningin Svart og hvítt stendur opin á Borgarbókasafninu í Menningarhúsi Spönginni en þar sýnir Þorvaldur Jónsson, myndmennta- og skriftarkennari. Þorvaldur hefur í námi og starfi rannsakað og tileinkað sér hinar ýmsu leturgerðir, að því er segir í tilkynningu
Þorvaldur Jónsson
Þorvaldur Jónsson

Sýningin Svart og hvítt stendur opin á Borgarbókasafninu í Menningarhúsi Spönginni en þar sýnir Þorvaldur Jónsson, myndmennta- og skriftarkennari. Þorvaldur hefur í námi og starfi rannsakað og tileinkað sér hinar ýmsu leturgerðir, að því er segir í tilkynningu.

„Hann sýnir hér kallígrafíu og leturverk þar sem sjá má þróun leturgerðar allt frá tímum skömmu fyrir Krists burð til okkar daga. Tæpt er á sögulegum þáttum til glöggvunar. Á sýningunni eru enn fremur nokkrar teikningar sem hann hefur unnið á seinni árum,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Sýningin stendur opin fram á laugardag, 23. nóvember, en hana má skoða á afgreiðslutíma safnsins í dag, fimmtudag, kl. 10-18, föstudag
kl. 11-18 og laugardag kl. 11-16.