Aðstæður á höfuðborgarsvæðinu árdegis í dag gætu leitt til mikillar loftmengunar af völdum svifryks. Spáð er hægum vindi og þar sem úrkomulaust hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga er ekki ósennilegt að loftmengunar verði vart.
Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftmengun hjá Umhverfisstofnun, segir að vindurinn undanfarna daga hafi hjálpað til við að halda menguninni í skefjum en þar sem spáð er hægum vindi í dag gæti loftgæðunum hrakað.
„Samkvæmt veðurspánni á vindurinn að vera 2-3 m/s. Ef hann fer niður fyrir 2 m/s í áttleysu þá byggist upp loftmengun af völdum svifryks. En um leið og vindurinn er kominn í 2-3 m/s þá er rykið að færast hægt og rólega í burtu,“ segir Þorsteinn.
Vara þurfi við loftmengun
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vakti athygli á veðurspánni í gær og sagði að vara þyrfti við loftmengun. Afar líklegt og nær öruggt mætti telja að loftgæði færu yfir heilsuverndarmörk eins og þau
...