Heitt vatn hefur fundist á Kjalarnesi og á Geldinganesi. Þetta markar tímamót því tvö ný lághitasvæði bætast þá við innan höfuðborgarsvæðisins ef allt gengur að óskum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar
Jarðhiti Veitur í góðum málum á Geldinganesi og Kjalarnesi.
Jarðhiti Veitur í góðum málum á Geldinganesi og Kjalarnesi. — Morgunblaðið/RAX

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Heitt vatn hefur fundist á Kjalarnesi og á Geldinganesi. Þetta markar tímamót því tvö ný lághitasvæði bætast þá við innan höfuðborgarsvæðisins ef allt gengur að óskum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar.

Eins og fram kom í viðtali við Þráin Friðriksson, auðlindaleiðtoga hitaveitu hjá Orkuveitunni, í Morgunblaðinu 3. október sl. stóð þá fyrir dyrum leit að heitu vatni á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar á Brimnesi á Kjalarnesi og hins vegar á Geldinganesi.

Á dögunum urðu sannkölluð tímamót þegar heitt vatn fannst á báðum stöðum, segir í tilkynningu Veitna.

Nýtt jarðhitakerfi fannst

...