Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta segir félagið mundu geta byggt hraðar upp eignasafn sitt ef byggingarhæfar lóðir væru í boði á höfuðborgarsvæðinu. Tilefnið er umræða um skort á hagkvæmum íbúðum en Búseti er þessa dagana að afhenda 42 nýjar íbúðir við Hallgerðargötu 24-26 á Kirkjusandi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta segir félagið mundu geta byggt hraðar upp eignasafn sitt ef byggingarhæfar lóðir væru í boði á höfuðborgarsvæðinu.
Tilefnið er umræða um skort á hagkvæmum íbúðum en Búseti er þessa dagana að afhenda 42 nýjar íbúðir við Hallgerðargötu 24-26 á Kirkjusandi. Þá er félagið að reisa 46 íbúðir á Eirhöfða 3-5 í Reykjavík. Hvernig skyldi eftirspurnin vera þessa dagana?
„Fyrr í þessum mánuði úthlutuðum við 11 búseturéttum en fengum 312 umsóknir. Það sýnir hversu mikil þörf er fyrir fleiri íbúðir hjá Búseta,“ segir Bjarni Þór.
„Við bættum yfir 150 íbúðum í eignasafn okkar í fyrra með kaupum á 133 íbúðum
...