Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn. Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi…
Axarvegur Ný veglína við Berufjarðará til móts við Vinárneshjalla. Gamli vegurinn sést hlykkjast hægra megin.
Axarvegur Ný veglína við Berufjarðará til móts við Vinárneshjalla. Gamli vegurinn sést hlykkjast hægra megin. — Tölvumynd/Vegagerðin

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn.

Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi frá vegamótum Skriðdals- og Breiðdalsvegar (95) að vegamótum hringvegar við Berufjarðarbrú.

Tilboðsfrestur er til 10. desember nk. Verkinu skal að fullu lokið í janúar 2026.

Veghönnun hefur verið í gangi um nokkurra ára skeið og er lokið, segir í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Vinna við veghönnunina var að mestu unnin af Mannviti (nú COWI). Vegagerðin hefur séð um öflun grunngagna, svo

...