Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn. Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi…
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Vegagerðin hefur boðið út hönnun fjögurra brúa á Axarvegi um Öxi ásamt gerð kostnaðaráætlunar og verklýsinga fyrir útboðsgögn.
Brýrnar eru um Innri-Yxnagilsá, Merkjalæk og á tveimur stöðum yfir Berufjarðará og verða þær hluti af fyrirhuguðum vegi frá vegamótum Skriðdals- og Breiðdalsvegar (95) að vegamótum hringvegar við Berufjarðarbrú.
Tilboðsfrestur er til 10. desember nk. Verkinu skal að fullu lokið í janúar 2026.
Veghönnun hefur verið í gangi um nokkurra ára skeið og er lokið, segir í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins. Vinna við veghönnunina var að mestu unnin af Mannviti (nú COWI). Vegagerðin hefur séð um öflun grunngagna, svo
...