Pólsk-kanadíski píanóleikarinn Jan Lisiecki leikur fjórða píanókonsert Beethovens á tónleikum með ­Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 19.30. Segir í tilkynningu að Lisiecki hafi verið í röð…

Pólsk-kanadíski píanóleikarinn Jan Lisiecki leikur fjórða píanókonsert Beethovens á tónleikum með ­Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 19.30. Segir í tilkynningu að Lisiecki hafi verið í röð fremstu píanóleikara heims um árabil og sé íslenskum tónleika­gestum að góðu kunnur. Þá sé verkið sem hann flytji í kvöld stórbrotið og geymi jafnt óviðjafnanlega virtúósísk píanóskrif og djarflegar formrænar nýjungar.