Framtíð Íslands byggist á því hvernig við nýtum auðlindir okkar, landfræðilega stöðu og mannauð.
Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir

Lilja Alfreðsdóttir

Ísland stendur frammi fyrir miklum tækifærum á komandi áratugum. Að tryggja sjálfbæra þróun landsins, bæði efnahagslega og samfélagslega, krefst skýrrar stefnumörkunar sem byggist á verðmætasköpun, nýtingu landfræðilegrar legu landsins og að sjálfstæði þjóðarinnar verði tryggt ásamt áframhaldandi yfirráðum yfir auðlindum þjóðarinnar.

Verðmætasköpun undirstaða velferðar

Efnahagsleg velgengni Íslands hefur ávallt byggst á verðmætasköpun, sem í sögulegu samhengi hefur verið drifin áfram af sjávarútvegi, iðnaði, landbúnaði og orkuframleiðslu. Seinna meir hafa ferðaþjónusta, þekkingargreinar og skapandi greinar sótt fram og skapað ný verðmæti. Stoðum íslenska hagkerfisins hefur fjölgað verulega síðustu misseri og því hefur landsframleiðslan vaxið og gjaldmiðillinn verið nokkuð stöðugur. Smæð hagkerfisins

...