100 ára Arndís Sigurðardóttir Genualdo fæddist á Ísafirði og flutti árið 1930 til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, Rögnu Pétursdóttur húsfreyju og Sigurði Kristjánssyni, alþingismanni og forstjóra, og bjó fjölskyldan lengst af í Vonarstræti 2

100 ára Arndís Sigurðardóttir Genualdo fæddist á Ísafirði og flutti árið 1930 til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum, Rögnu Pétursdóttur húsfreyju og Sigurði Kristjánssyni, alþingismanni og forstjóra, og bjó fjölskyldan lengst af í Vonarstræti 2. Arndís var tvígift og börn hennar eru Lára, Sigurður Ragnar, Ciretta, Lawrence, Anthony, Michael og Henry sem er látinn. Barnabörn eru 15 og langömmubörn 14. Arndís bjó í Bandaríkjunum í 42 ár en hefur verið búsett í Garðabæ sl. 20 ár í eigin íbúð. Fimm barna hennar og fimm barnabörn, sem búsett eru í Bandaríkjunum, verða viðstödd afmæli móður sinnar og ömmu.