„Ég fagna þessum degi gríðarlega. Það er ekki vafi að þessi framkvæmd er stór áfangi í samgöngusögu Íslands. Hún mun fækka slysum, stytta ferðatíma þeirra fjölmörgu sem fara um þetta svæði á degi hverjum
Undirritun Bergþóra Þorkelsdóttir, Sigurður Ingi og Þorvaldur Gissurarson í ÞG Verk skrifuðu undir samninginn.
Undirritun Bergþóra Þorkelsdóttir, Sigurður Ingi og Þorvaldur Gissurarson í ÞG Verk skrifuðu undir samninginn. — Morgunblaið/Eggert

Óskar Bergsson

oskar@mbl.is

„Ég fagna þessum degi gríðarlega. Það er ekki vafi að þessi framkvæmd er stór áfangi í samgöngusögu Íslands. Hún mun fækka slysum, stytta ferðatíma þeirra fjölmörgu sem fara um þetta svæði á degi hverjum. Hún mun draga úr mengun í þéttbýlinu og gefa sveitarfélaginu möguleika á að þróa byggðina við Austurveg. Þetta mun stuðla að framförum og aukinni velsæld um ókomin ár,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála-, efnahags- og innviðaráðherra, eftir að verksamningur vegna byggingar brúar yfir Ölfusá var undirritaður.

...