Nú styttist í jólin og allt það sem þeim fylgir. Meðal þess fallega sem fylgir jólunum eru mannúðarstörfin sem sjálfboðaliðar sinna, margir í hljóði, til styrktar góðum málefnum. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ heldur árlegan jólabasar sinn á laugardaginn, 23
Sjálfboðaliðar Sælla er að gefa en þiggja eru kjörorð Völu Rósar Ingvarsdóttur og Unnar Hrefnu Jóhannsdóttur sem njóta þess að baka fyrir jólabasarinn hjá Kvennadeild RKÍ.
Sjálfboðaliðar Sælla er að gefa en þiggja eru kjörorð Völu Rósar Ingvarsdóttur og Unnar Hrefnu Jóhannsdóttur sem njóta þess að baka fyrir jólabasarinn hjá Kvennadeild RKÍ. — Morgunblaðið/Eyþór

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Nú styttist í jólin og allt það sem þeim fylgir. Meðal þess fallega sem fylgir jólunum eru mannúðarstörfin sem sjálfboðaliðar sinna, margir í hljóði, til styrktar góðum málefnum. Kvennadeild Reykjavíkurdeildar RKÍ heldur árlegan jólabasar sinn á laugardaginn, 23. nóvember, og fjölmargir leggja hönd á plóginn. Hlaðborðin svigna undan hnallþórum og smákökum, sultum og brauðmeti og öðru hnossgæti, jafnvel einhverju ósætu og síðast en ekki síst fallegu handverki og prjónlesi. Það er sem sagt eitthvað fyrir alla.

Flottar í pálínuboðið eða sem eftirréttur í matarboðinu

Eins og fram hefur komið hafa Vala Rós Ingvarsdóttir og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir verið iðnar við að leggja sitt af mörkum hjá kvennadeildinni og líður þeim afar vel með það. Vala Rós situr einnig í

...