„Við vonumst til að verða búnir fyrir jól,“ segir Sigurjón Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann er meðal stjórnenda í þeim 16 manna flokki smiða og verkamanna sem nú vinna að endurbótum á Höfðabakkabrú yfir Elliðaárnar í Reykjavík
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Við vonumst til að verða búnir fyrir jól,“ segir Sigurjón Karlsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hann er meðal stjórnenda í þeim 16 manna flokki smiða og verkamanna sem nú vinna að endurbótum á Höfðabakkabrú yfir Elliðaárnar í Reykjavík. Nú er verið að endurnýja þensluraufar í brúargólfinu sem jafnframt er endurnýjað. Þá er steyptur nýr hliðarkantur. Þetta er á austurhlið brúar, það er þeim hluta hennar þar sem umferð kemur úr Breiðholti. Áður hafði fyrir nokkrum árum verið gert við suðurhlutann.
„Þetta
...