„Þetta er annað barnaverkið mitt en ég gerði Dagdrauma fyrir nokkrum árum og í kjölfarið skrifaði ég bók en Dagdraumar áttu alltaf upphaflega að vera barnabók. Handritið er til en það hefur ekki enn litið dagsins ljós,“ segir Inga Maren…
Fyrir alla fjölskylduna Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda og leggur því upp í leit að honum.
Fyrir alla fjölskylduna Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda og leggur því upp í leit að honum. — Ljósmynd/Sunna Ben

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Þetta er annað barnaverkið mitt en ég gerði Dagdrauma fyrir nokkrum árum og í kjölfarið skrifaði ég bók en Dagdraumar áttu alltaf upphaflega að vera barnabók. Handritið er til en það hefur ekki enn litið dagsins ljós,“ segir Inga Maren Rúnarsdóttir, höfundur og danshöfundur barnasýningarinnar Jóladrauma, sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir á sunnudaginn, þann 24. nóvember, á Nýja sviði Borgarleikhússins.

„Erna Ómarsdóttir, sem þá var listrænn stjórnandi, var með pælingar um jólasýningu fyrir börn svo þessi hugmynd mín að Jóladraumum þróaðist út frá því að okkur fannst vanta eitthvað tengt jólunum fyrir börnin,“ segir hún og bætir við að hún sé búin að vera að hlusta á jólalög síðan þarsíðasta sumar

...