„Mannréttindadagur barna er alla jafna í heiðri hafður á leikskólum landsins,“ segir María Ólafsdóttir, móðir á Seltjarnarnesi, en í gær stóðu foreldrar á Seltjarnarnesi fyrir hátíðarhöldum á Eiðistorgi með skemmtidagskrá fyrir börnin
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Mannréttindadagur barna er alla jafna í heiðri hafður á leikskólum landsins,“ segir María Ólafsdóttir, móðir á Seltjarnarnesi, en í gær stóðu foreldrar á Seltjarnarnesi fyrir hátíðarhöldum á Eiðistorgi með skemmtidagskrá fyrir börnin. „Þar sem daginn bar upp þegar verkfall er yfirstandandi fannst okkur foreldrum barna tilvalið að grípa tækifærið og gera okkur glaðan dag.“
Hún segir skemmtunina í gær hafa fyrst og fremst snúist um börnin og að gefa foreldrum tækifæri til að hittast og gleðjast með börnum sínum. „En um leið viljum við vekja athygli á stöðunni og minna á að mannréttindi allra barna skuli virt,“ segir hún og bætir við að það sé hlutverk þeirra fullorðnu að setja börnin ætíð í
...