Æ, það getur verið svo ágætt stundum þegar þreyta er mikil og sálin kallar á hvíld yfir einhverju léttmeti á skjánum, að skrolla á Netflix undir flokknum rómantískar myndir. Einmitt á slíku kvöldi fyrir skemmstu fann ég þar prýðilega ræmu sem heitir …
Flugvallaást Oliver og Hadley, ólík en skotin.
Flugvallaást Oliver og Hadley, ólík en skotin.

Kristín Heiða Kristinsdóttir

Æ, það getur verið svo ágætt stundum þegar þreyta er mikil og sálin kallar á hvíld yfir einhverju léttmeti á skjánum, að skrolla á Netflix undir flokknum rómantískar myndir. Einmitt á slíku kvöldi fyrir skemmstu fann ég þar prýðilega ræmu sem heitir einfaldlega Ást við fyrstu sýn (Love at first sight). Þetta er nýleg kvikmynd, gerð í fyrra og byggist á skáldsögunni The Statistical Probability of Love at First Sight, eftir Jennifer Elizabeth Smith. Í kvikmyndinni segir af ungu fólki, hinni bandarísku Hadley og hinum breska Oliver, sem hittast fyrir tilviljun á flugvelli við borð þar sem fólki stendur til boða að hlaða síma sína. Til að skemma ekki fyrir þeim sem eftir eiga að sjá myndina er óhætt að segja að atburðarás fari þá af stað sem fer í ýmsar ólíkar áttir. Þau tvö eru ólík

...