Hvað á að gera í þjálfaramálum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu? Samningur Norðmannsins Åge Hareide rennur út í lok ársins 2025 en í honum er hins vegar uppsagnarákvæði sem KSÍ getur nýtt sér fyrir mánaðarlok

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Hvað á að gera í þjálfaramálum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu?

Samningur Norðmannsins Åge Hareide rennur út í lok ársins 2025 en í honum er hins vegar uppsagnarákvæði sem KSÍ getur nýtt sér fyrir mánaðarlok.

Árangurinn hefur ekki verið upp á marga fiska; fjórir sigrar í 15 keppnisleikjum.

Tveir þeirra komu gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í haust, fínustu sigrar en bakverði þótti ekki mikið til liðs Svartfellinga koma.

Einn kom gegn Liechtenstein og sá fjórði gegn Ísrael. Af vináttuleikjum var magnaður 1:0-sigur á Englandi á Wembley í sumar vitanlega sá stærsti.

...