Heita má Brettingur Geir en ekki Geir Brettingur að mati mannanafnanefndar. Er það sökum þess að Brettingur tekur efnifallsendinguna -ur og uppfyllir því ekki skilyrði laga um mannanöfn er varða millinöfn.

Mannanafnanefnd samþykkti þó beiðni um eiginnafnið Brettingur og var það fært í mannanafnaskrá í gær.

Gandri Úlfberg getur litið dagsins ljós en mannanafnanefnd samþykkti einnig beiðni um eiginnafnið Gandri og millinafnið Úlfberg.

Ekki sömu lög um nöfnin tvö

Önnur lög gilda um millinöfn en eiginnöfn en þau mega ekki hafa unnið sér hefð sem einungis eiginnöfn og mega ekki hafa nefnifallsendingu.

Að öðru leyti svipar lögum um millinöfn til laga um eiginnöfn, það er að segja að nafnið má ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi, það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti og loks má nafnið ekki vera nafnbera til ama.