Þekkingarleysi stjórnmálaelítunnar á varnarmálum er mikið, þó síst hjá Sjálfstæðisflokknum.
Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Birgir Loftsson

Varðberg – samtök um vestræna samvinnu héldu pallborðsfund 14. nóvember síðastliðinn sem bar heitið „Utanríkisstefna á umbrotatímum. Öryggi, varnir og alþjóðasamskipti í viðsjárverðum heimi“. Rætt var við fulltrúa allra flokka sem bjóða sig fram til Alþingis í kosningum sem verða í mánuðinum.

Umræðan um utanríkis- og varnarmál er nauðsynleg öllum stundum, ekki bara rétt fyrir kosningar. Það er því þakkarvert að einhver skuli spyrja fulltrúa flokkanna um afstöðu þeirra til þessa málaflokks.

Því miður var fundurinn hálfmisheppnaður. Fundarstjórarnir spurðu mjög almennt og oft ekki réttu spurninganna.

Fyrst var spurt hver afstaða stjórnmálaflokkanna níu væri til varnarmála almennt. Þarna kom strax í ljós hversu illa

...