Hafnarhúsið Hreinn Friðfinnsson: Endrum og sinnum ★★★★· Sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar. Sýningarstjóri Markús Þór Andrésson. Sýningin er opin alla daga kl. 10-17 og fimmtudaga til kl. 22.
Myndlist
Hlynur
Helgason
Í Hafnarhúsi stendur nú yfir sýning á verkum Hreins Friðfinnssonar sem byggist á verkum úr safneign. Safnið á áhugavert úrval verka eftir Hrein frá síðustu áratugum sem njóta sín vel á sýningunni. Uppsetningin er skemmtileg, einföld og skýr sem hentar myndlist Hreins vel.
Hreinn, sem lést í fyrra, hóf fyrst að setja mark sitt á listheiminn árið 1965 og ferill hans spannaði hartnær sextíu ár. Hann fór ungur til Hollands þar sem hann byggði upp alþjóðlegan feril. Þátttaka hans í íslensku listalífi hefur einnig verið öflug og má greina áhrif hans í verkum margra kynslóða seinni tíma listamanna. Verk has þykja í senn hugmyndarík og ljóðræn og hafa átt sinn þátt í að móta íslenska hugmyndalist á heimssviðinu.
...