Í gærmorgun bárust frá Seðlabankanum „gríðarlega jákvæðar fréttir“, eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, orðaði það í samtali við mbl.is. Hann sagði að núna væri „stýrilækkunarferlið hafið af fullum krafti“ eins og spálíkön í tengslum við kjarasamningana í vor hefðu gert ráð fyrir.
Vilhjálmur benti á að verðbólgan væri að ganga hratt niður um þessar mundir, þegar skrifað hefði verið undir kjarasamninga hefði hún verið 6,6% en væri nú komin niður í 5,1%.
Seðlabankinn er í eðli sínu varkár og Vilhjálmur og fleiri hafa áður gagnrýnt hann fyrir að fara sér of hægt í vaxtalækkanir, en nú er tónninn breyttur enda augljóst að árangur er að nást í baráttunni við verðbólguna og vextir farnir að lækka myndarlega. Ekki er ólíklegt að þeir hefðu lækkað enn meira ef ekki
...