Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafnaði í þriðja sæti í fjórða riðli B-deildarinnar í Þjóðadeildinni. Það varð ljóst eftir skellinn í Cardiff á þriðjudagskvöld, 4:1. Fram undan er því umspil um að halda sætinu í B-deildinni í staðinn fyrir að fara í umspil um sæti í A-deild
Ísland Sóknarleikur Íslands er spennandi en varnarleikurinn er stórt spurningarmerki.
Ísland Sóknarleikur Íslands er spennandi en varnarleikurinn er stórt spurningarmerki. — Ljósmynd/Alex Nicodim

Í Cardiff

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafnaði í þriðja sæti í fjórða riðli B-deildarinnar í Þjóðadeildinni. Það varð ljóst eftir skellinn í Cardiff á þriðjudagskvöld, 4:1. Fram undan er því umspil um að halda sætinu í B-deildinni í staðinn fyrir að fara í umspil um sæti í A-deild. Mögulegir andstæðingar Íslands eru Slóvakía, Kósovó, Búlgaría og Armenía. Dregið verður á morgun og fara leikirnir fram 20. og 23. mars.

Hér fyrir neðan verður farið yfir leiki Íslands í riðlinum og rýnt í stöðu íslenska liðsins.

Ísland 2:0 Svartfjallaland

Riðillinn hófst 6. september með heimaleik gegn Svartfjallalandi. Ísland vann sterkan heimasigur, 2:0, og gat loksins

...