Erla Harðardóttir fæddist 24. ágúst 1948 á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Hún lést 7. nóvember 2024 á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hörður faðir hennar starfaði við berklaspítalann sem var rekinn á þessum árum á Reykjalundi, en þau hjónin fengu úthlutað litlu húsi þar. Hörður starfaði sem bílstjóri og Friðbjörg var meira og minna heimavinnandi.

Erla átti eina eldri systur, Huldu Harðardóttur, sem nú er látin. Hún eignaðist að auki uppeldissystur, Jónu Maríu Eiríksdóttur, en foreldrar Erlu tóku hana að sér þar sem foreldrar hennar voru með berkla.

Erla fór í framhaldsskóla fyrir austan fjall hjá aðventistum í Hlíðardalsskóla í Ölfusi, en þar dvaldi hún á heimavist meðan á náminu stóð. Þegar hún sneri svo aftur til Reykjavíkur að námi loknu réð hún sig til starfa í Búnaðarbankanum og síðar hjá

...