María Guðmundsdóttir fæddist 21. nóvember á Akureyri og ólst þar upp til fimm ára aldurs en hefur síðan búið á höfuðborgarsvæðinu.
„Ég gekk í Ísaksskóla og Æfingadeild Kennaraskólans þar sem Guðmundur I. Guðjónsson, kennarinn okkar, ákvað síðan að senda allan bekkinn í Hagaskóla eftir 12 ára bekk. Fyrir vikið tók ég leið 16 og 17 úr Hlíðunum þar sem ég ólst upp, vestur í bæ í skólann og sótti allt félagslíf þar í þrjú ár.“
María lauk landsprófi frá Hagaskóla 1969, stúdentsprófi frá MH 1974 og stundaði nám við Université d’Avignon í Frakklandi í frönskum bókmenntum 1974-75. „Ég hef ekki alltaf valið mér auðveldustu leiðirnar í lífinu en ég fór beint í frönskunám með Frökkum við háskólann sem var heilmikil áskorun. Mikið var um verkföll í Frakklandi á þessum árum, námslánin sein að berast vegna endalausra póstverkfalla, en
...