Út er komin áhugaverð bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and Their Relevance Today. Útgefandi er íhalds- og umbótaflokkarnir í Evrópu, en dreifingu annast Almenna bókafélagið
Frjálshyggja Kápan á bók Hannesar um frjálshyggju og fleiri stefnur.
Frjálshyggja Kápan á bók Hannesar um frjálshyggju og fleiri stefnur.

Út er komin áhugaverð bók eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and Their Relevance Today. Útgefandi er íhalds- og umbótaflokkarnir í Evrópu, en dreifingu annast Almenna bókafélagið. Bókin er 240 bls. og skiptist í fjóra kafla.

Fyrsti kaflinn er um frjálshyggjurnar sem Hannes telur jafnmargar frjálshyggjumönnunum. Einn fyrsti brautryðjandinn var Snorri Sturluson en í ritum hans má finna tvær helstu hugmyndir þeirrar frjálshyggju sem John Locke batt síðan í kerfi, að konungar sæki völd sín til þjóðarinnar og að setja megi þá af ef þeir brjóta lögin og níðast á þegnunum. Hannes heldur því fram að með frönsku stjórnarbyltingunni 1789 hafi frjálshyggjan klofnað í tvo meginstrauma, íhaldssama frjálshyggju þeirra Edmunds Burke, Alexis de Tocqueville og Friedrichs Hayek og

...