Fríhöfnin Breytingar fyrir höndum.
Fríhöfnin Breytingar fyrir höndum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Isa­via hef­ur valið til­boð þýska fyrir­tæk­is­ins Heinem­ann í sér­leyfi og aðstöðu til rekstrar fríhafnar­versl­un­ar­inn­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli. Bú­ist er við því að fyr­ir­tækið taki við rekstri frí­hafn­ar­inn­ar í mars.

Heinem­ann rek­ur um 500 versl­an­ir í 100 lönd­um og hef­ur mikla reynslu af rekstri frí­hafn­ar­versl­ana, þar sem fyr­ir­tækið rek­ur m.a. slík­ar versl­an­ir á Kast­rup-flug­velli í Kaup­manna­höfn og á Gardermoen-flug­velli í Ósló. Hjá Heinem­ann starfa ríf­lega níu þúsund manns.

Haft er eft­ir Guðmundi Daða Rún­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra viðskipta og þró­un­ar á Kefla­vík­ur­flug­velli, í tilkynningu að með þess­ari breyt­ingu auk­ist tekj­ur flug­vall­ar­ins veru­lega um leið og hægt sé að auka þjón­ustu og bæta vöru­úr­val.