Opinberir sjóðir eru ekki aðeins reknir með hagsmuni núlifandi kynslóða í huga heldur einnig þeirra sem á eftir koma.
Anna Hrefna Ingimundardóttir
Stefán Ólafsson skrifaði nýlega grein í Morgunblaðið með titilinn „Rangfærslur um ríkisútgjöld“. Þar gerir hann tilraun til að færa rök fyrir því að opinber útgjöld á Íslandi séu ekki mikil í alþjóðlegum samanburði með því að gera hreinan samanburð á útgjöldunum milli landa. Staðreyndin er hins vegar sú að opinberir sjóðir fjármagna ólíka hluti í mismunandi löndum.
Hér er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga.
Fyrirkomulag lífeyrisgreiðslna er ekki hið sama milli landa. Stefán telur ekki tilefni til þess að „blanda óskyldum hlutum, eins og lífeyrisiðgjöldum, við tölur um skatta hins opinbera“. Þetta er alrangt. Sums staðar fara lífeyrisgreiðslur í gegnum ríkissjóð en annars staðar ekki.
Á
...