Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur lést á Landspítalanum 15. nóvember síðastliðinn, níræður að aldri.
Ágúst fæddist í Reykjavík 24. mars 1934. Foreldrar hans voru Sveinn Bjarnþórsson Valfells og Helga Bjarnason Valfells.
Ágúst bjó með foreldrum sínum og systkinum í New York árin 1944 til 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1953 og hélt þá til náms við McGill-háskóla í Kanada þar sem hann lauk prófi í efnaverkfræði árið 1957. Hann lauk MSc-gráðu í efnaverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology árið 1959 og fór svo í doktorsnám í kjarnorkuverkfræði við Iowa State University þaðan sem hann útskrifaðist vorið 1962.
Að námi loknu flutti hann aftur til Íslands þar sem hann varð fyrsti forstöðumaður Almannavarna 1962-1964. Árin 1964-1981 vann hann hvort tveggja við rannsóknir og kennslu við Iowa State
...