Andrea Sigurðardóttir
andrea@mbl.is
Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er lýtur að breytingu á búvörulögum, og sem í reynd ómerkir breytingu laganna, er til umræðu í Dagmálum í dag. Hafsteinn Dan Kristjánsson, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, og Sigurður Kári Kristjánsson hæstaréttarlögmaður eru gestir þáttarins.
Sú óvenjulega staða er uppi að ákvörðun um áfrýjun dómsins er ekki í höndum löggjafans, heldur Samkeppniseftirlitsins (SKE), sem við meðferð lagafrumvarpsins var mótfallið ýmsum breytingum sem samþykkt laganna hafði í för með sér. Ljóst má vera að niðurstaða málsins er fordæmisgefandi og spyr Andrea Sigurðardóttir þáttastjórnandi því að því hvort SKE væri stætt á því að áfrýja ekki.
„Það eru mörg sjónarmið sem eru tekin með í reikninginn þegar verið
...