Haukur Helgi Pálsson er mættur aftur í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik eftir langa fjarveru en Ísland mætir Ítalíu í tveimur leikjum í B-riðli undankeppni EM 2025 á næstu dögum
EM 2025
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Haukur Helgi Pálsson er mættur aftur í leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik eftir langa fjarveru en Ísland mætir Ítalíu í tveimur leikjum í B-riðli undankeppni EM 2025 á næstu dögum.
Liðin mætast fyrst í Laugardalshöll á morgun og svo í Reggio Emilia á Ítalíu þann 25. nóvember, en Ísland er í þriðja sæti riðilsins með tvö stig eftir fyrstu tvo leiki sína í febrúar. Íslenska liðið vann þá sterkan sigur gegn Ungverjalandi, 70:65, í Laugardalshöll en tapaði svo naumlega fyrir Tyrklandi í Ataköy, 76:75.
Ítalir tróna á toppi riðilsins með fjögur stig en liðið hafði betur gegn Tyrklandi í Pesaro, 87:80, og gegn Ungverjalandi í Szombathely, 83:62. Liðin sem enda í efstu þremur
...