Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í fimm skipti á árinu 2024, Freyja þrisvar og Þór tvisvar. Í fjórum tilfellum var olía tekin í Færeyjum en einu sinni á Íslandi. Að óbreyttu gerir Landhelgisgæslan ekki ráð fyrir að þurfa að taka meiri olíu á varðskipin á þessu ári, segir í svari Ásgeirs.
Alls hafa rúmlega 2.600.000 lítrar af olíu verið keyptir
...