Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins
Varðskipið Freyja Nýjasta varðskip flotans er mun öflugra en gömlu varðskipin Ægir og Týr. Það eyðir því skiljanlega mun meiri olíu en fyrirrennararnir.
Varðskipið Freyja Nýjasta varðskip flotans er mun öflugra en gömlu varðskipin Ægir og Týr. Það eyðir því skiljanlega mun meiri olíu en fyrirrennararnir. — Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Landhelgisgæsla Íslands hefur sparað um það bil 100 milljónir króna á þessu ári með því að kaupa olíu á varðskipin í Færeyjum en ekki á Íslandi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Varðskip Landhelgisgæslunnar hafa tekið olíu í fimm skipti á árinu 2024, Freyja þrisvar og Þór tvisvar. Í fjórum tilfellum var olía tekin í Færeyjum en einu sinni á Íslandi. Að óbreyttu gerir Landhelgisgæslan ekki ráð fyrir að þurfa að taka meiri olíu á varðskipin á þessu ári, segir í svari Ásgeirs.

Alls hafa rúmlega 2.600.000 lítrar af olíu verið keyptir

...