Spuni Odd André Elveland kynnir aðferðir sínar við kennslu í kvöld.
Spuni Odd André Elveland kynnir aðferðir sínar við kennslu í kvöld.

Norski ­djasstónlistarmaðurinn Odd André Elveland, frá Improbasen í Osló, mun í kvöld, fimmtudaginn 21. nóvember, kl. 19-21 kynna aðferðir sínar við að kenna börnum að spila djass eftir eyranu og spinna en kynningin fer fram í sal Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2.

Segir í tilkynningu að undan­farin ár hafi Elveland vanið ­komur sínar til landsins til að halda vinnustofur með börnum þar sem hann kenni þeim að spila djass eftir eyranu og spinna jafnframt því sem hann haldi kynningar fyrir kennara og aðra áhugasama á aðferðum sínum.

Þá er Elveland einnig tónskáld, útsetjari og kennari en hann rekur tónlistarskólann Improbasen í Osló og hefur unnið með börnum víðs vegar um heiminn. Auk þess að standa árlega fyrir tónlistar­hátíðinni Kids in Jazz í Osló er hann listrænn stjórnandi hátíðarinnar Barnadjass í Mosó.

Kynningin í kvöld fer fram á ensku og er aðgangur ókeypis.