Fundið var að því að maður byrjaði málsgreinar hér á og eða en. Þetta var lengi „bannað“. En – „í fornu máli, einnig biblíumáli, er mjög algengt að nota smáorðin og og en í upphafi málsgreinar

Fundið var að því að maður byrjaði málsgreinar hér á og eða en. Þetta var lengi „bannað“. En – „í fornu máli, einnig biblíumáli, er mjög algengt að nota smáorðin og og en í upphafi málsgreinar. Um þetta má ganga úr skugga með því að skoða örfá dæmi af fjölmörgum úr Brennu-Njáls sögu,“ segir Jón G. Friðjónsson. Og flettið nú upp!