Hrammur kínverskra stjórnvalda fellur á lýðræðissinna

Dómstóll í Hong Kong dæmdi á þriðjudag 45 manns, sem barist hafa fyrir lýðræði, í fangelsi. Þeim er gefið að sök að hafa grafið undan stjórnvöldum. Þyngsti dómurinn var tíu ára fangavist.

Stjórnvöld í Kína hétu því þegar þau tóku við völdum í Hong Kong af Bretum árið 1997 að stjórnarfarið myndi halda sér næstu hálfu öldina. Fyrirkomulaginu var lýst með orðunum eitt land, tvö kerfi.

Eins og vænta mátti kom í ljós að stjórnvöld í Peking höfðu enga þolinmæði til að bíða í 50 ár. Jafnt og þétt hefur verið þrengt að lýðræði í Hong Kong. Þessum svikum hafa íbúarnir ekki viljað taka þegjandi og hljóðalaust og stjórnvöld hafa mætt andófi og mótmælum af síauknum krafti.

Dómarnir á þriðjudag sýna hvað gerist í Kína þegar fólk krefst aukina réttinda og reynir að varpa af sér

...