Úthlutun fjármagns þarf að endurskipuleggja og ráðstafa því með markvissari hætti en gert hefur verið.
Una María Óskarsdóttir
Una María Óskarsdóttir

Una María Óskarsdóttir

Frá örófi alda hefur það verið ein grunnforsenda betra lífs að búa við gott heilbrigði. Það vilja án efa allir búa við góða heilsu, en hvað er góð heilsa? Segja mætti að góð heilsa geti falið það í sér að hægt sé að horfast í augu við líkamlegar, andlegar og félagslegar áskoranir á jákvæðan hátt þrátt fyrir sjúkdóma eða hamlanir. Þetta þýðir að sá sem haldinn er sjúkdómi eða örorku þarf ekki endilega að búa við slæma heilsu, sé hann í góðri umsjón heilbrigðisstarfsfólks og njóti viðeigandi meðferðar. Til þess að fólk geti búið við góða heilsu þarf að bjóða upp á góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla um allt land og það er líka mikilvægt að tileinka sér jákvætt viðhorf til heilsu sinnar.

Því miður hefur uppbygging innviða í heilbrigðisþjónustu ekki verið sem skyldi, ekki síst úti á landi, og hefur það bitnað á

...