Rósa Guðbjartsdóttir
Í þættinum Forystusætinu á RÚV á dögunum og í Spursmálum á mbl.is var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar spurð út í ábyrgð flokks hennar á ónægu lóðaframboði Reykjavíkurborgar í meirihlutastamstarfi í höfuðborginni síðastliðin ár og áhrif þess á húsnæðismarkaðinn. Greip hún þá til óvæntrar smjörklípu og fór skyndilega að ræða skuldastöðuna í Hafnarfirði! Fullyrti hún að skuldir væru hæstar á hvern íbúa í Hafnarfirði á meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mér er bæði ljúft og skylt að taka til varna fyrir Hafnarfjörð, leiðrétta rangar fullyrðingar og útskýra þróun skuldastöðu sveitarfélagsins, sem hefur tekið stakkaskiptum undarfarin ár.
Algjör viðsnúningur á fjárhag
Fyrir rúmum tíu árum komumst við Sjálfstæðismenn í meirihluta í Hafnarfirði eftir áralanga óstjórn
...