Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur samþykkt að skrifa undir nýjan eins árs samning við félagið en fyrri samningur átti að renna út næsta sumar. The Athletic greinir frá því að möguleiki sé á að framlengja samninginn um eitt ár. Guardiola tók við stjórnartaumunum hjá City sumarið 2016 og hefur gert liðið sex sinnum að Englandsmeisturum á þeim tíma og einu sinni að Evrópumeisturum.
Lið Spánar er úr leik á heimavelli sínum í Málaga í Davis Cup í tennis. Þar með er farsælum ferli Rafaels Nadals lokið. Nadal hafði gefið það út að mótið yrði hans síðasta á ferlinum og laut spænska liðið í lægra haldi fyrir því hollenska í átta liða úrslitum á þriðjudag.
Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðs HK í knattspyrnu. Skrifaði hann undir tveggja ára samning. Andri, sem er
...