Í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í gær samhliða vaxtaákvörðun bankans er vitnað í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Þar kemur fram að 7.800 íbúðir hafi verið í byggingu á landinu öllu í nóvember sem er það mesta sem verið hefur frá árinu 2006
Framkvæmdir Í Peningamálum kemur fram að rúmlega helmingur stjórnenda fyrirtækja í byggingariðnaði taldi sig búa við skort á starfsfólki.
Framkvæmdir Í Peningamálum kemur fram að rúmlega helmingur stjórnenda fyrirtækja í byggingariðnaði taldi sig búa við skort á starfsfólki. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í gær samhliða vaxtaákvörðun bankans er vitnað í fasteignaskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Þar kemur fram að 7.800 íbúðir hafi verið í byggingu á landinu öllu í nóvember sem er það mesta sem verið hefur frá árinu 2006.

„Niðurstöður úr talningum HMS á árinu benda til þess að byggingaraðilar hafi lagt aukna áherslu á að klára framkvæmdir sem ráðist hefur verið í en hlutdeild nýbygginga af íbúðum á sölu hefur aukist nokkuð það sem af er ári,“ segir í ritinu.

Í takt við vísbendingar

Þar segir einnig að samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar hafi íbúðafjárfesting aukist um 6,6% milli ára á fyrri hluta ársins en í ágúst

...