Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Við væntum þess að fá 90 til 100 milljarða fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og með því náum við að lækka skuldir ríkisins um sömu upphæð. Ef þú gefur slíka upphæð, þá lækkar þú ekki skuldir um leið sem væri mjög bagalegt fyrir þær áætlanir sem við höfum gert og erum farin að sjá árangur af,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra um þá stefnu Miðflokksins að gefa þjóðinni hlutabréf ríkisins í Íslandbanka.
Úr stefnu Miðflokksins
Í stefnu Miðflokksins kemur fram að flokkurinn vilji afhenda almenningi í landinu hlut í bankanum beint. Þar með fengi hver íslenskur ríkisborgari eignarhlut sinn til ráðstöfunar, í formi hlutabréfa í bankanum.
Litið er svo á, eins og gert var í tilviki Leiðréttingarinnar, að verið sé að afhenda eign sem viðkomandi átti þegar. Aðgerðin stuðli að virkari hlutabréfamarkaði og auki möguleika fólks
...