Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans eru því núna 8,5%.
„Verðbólgan er nánast í frjálsu falli og Seðlabankinn gerir nú ráð fyrir mun minni verðbólgu á næstunni en áður var talið. Ef við höldum áfram á réttri leið er vaxtalækkunin í dag aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal á nýju ári. Það skiptir okkur öll miklu máli,“ skrifar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
...