Í vaxandi samfélögum er mikilvægt að öll börn fái tækifæri til að fara í góða skóla með fagmenntuðu starfsfólki þar sem þörfum þeirra er mætt.
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir

Við þurfum að hafa fjölbreyttar leiðir í boði þegar kemur að námi barna og ungmenna og það kallar á öfluga sérfræðiþekkingu inn í skólana okkar. Barni sem líður illa gengur nefnilega erfiðlega að stunda nám. Bakslag í mannréttindabaráttu, umhverfis- og loftslagsmálum, aukið ofbeldi og skortur á samkennd og samábyrgð okkar á því sem er mikilvægt eru vísbendingar um að samfélaginu gangi ekki nógu vel að mennta börnin okkar og ungmennin til að takast á við áskoranir samtímans eða til framtíðar. Menntun gegnir því hlutverki að efla þroska, þekkingu, leikni og hæfni hvers barns til að öll geti verið þegnar í samfélagi sem er að taka örum breytingum. Hún er ekki afmörkuð stærð eða tala á matskvarða og engin ein leið er best til þess fallin að tryggja að öll nái árangri eða viðmiðum sem horft er til. Sérfræðingar í menntun eru dýrmæt auðlind sem tryggja þarf

...