Píanóleikarinn Erna Vala leikur meðal annars verk Jórunnar Viðar í kvöld.
Píanóleikarinn Erna Vala leikur meðal annars verk Jórunnar Viðar í kvöld.

Píanóleikarinn Erna Vala leikur verk eftir Jórunni Viðar, ­Johannes Brahms og Béla Bartók á Steinway-flygil Hannesarholts í kvöld, 21. nóvember, kl. 20.

Segir í tilkynningu að Erna Vala hafi komið víða fram í Evrópu og Bandaríkjunum auk þess að vinna til verðlauna fyrir píanóleik. „Þar má nefna heiðursorðuna Hvítu rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö, fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA-píanókeppninnar á Íslandi og Unga einleikara.“

Kemur þar jafnframt fram að tónleikarnir í kvöld muni varpa ljósi á heimatilfinninguna og að „Sortnar þú ský“ eftir Jórunni Viðar hafi ekki enn verið gefið út auk þess sem þetta sé í fyrsta sinn sem verkið verði leikið á opinberum tónleikum.