Reykjavíkurborg verður af milljörðum króna í kjölfar dóms Hæstaréttar sem kveðinn var upp í gær, þar sem dómstóllinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms.
Um er að ræða langvinnt deilumál á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um úthlutun framlaga úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Hefur ágreiningurinn snúist um það hvort fullnægjandi lagastoð hafi verið fyrir því að útiloka Reykjavíkurborg frá úthlutun almenns jöfnunarframlags úr jöfnunarsjóði vegna rekstrar grunnskóla og framlags vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál.
Borgin gerði kröfu um að fá greiddan tæplega hálfan sjötta milljarð ásamt vöxtum. Dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur borginni í vil í desember á seinasta ári og var ríkinu gert að greiða Reykjavíkurborg 3,3 milljarða ásamt vöxtum. Niðurstaða héraðsdóms var reist á því að ráðherra hefði ekki heimild í
...