Tjónið sem bændur urðu fyrir í vor og sumar hefur verið metið á um það bil einn milljarð króna samkvæmt skráningum bænda og samantekt fulltrúa úr viðbragðshópi sem matvælaráðherra skipaði í byrjun sumars
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
Tjónið sem bændur urðu fyrir í vor og sumar hefur verið metið á um það bil einn milljarð króna samkvæmt skráningum bænda og samantekt fulltrúa úr viðbragðshópi sem matvælaráðherra skipaði í byrjun sumars. Sú tala getur tekið breytingum eftir yfirferð starfshóps um málið sem ætlunin er að ljúki í næsta mánuði.
Þetta kemur fram í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins.